Mannanafnanefnd verði ekki lögð niður

09.07.2014 - 08:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Ágústa Þorbergsdóttir, formaður mannanafnanefndar, segir að þróun mannanafna á Íslandi geti verið slæm, verði nefndin lögð niður og spyr hvort við viljum að fólk fari þá að heita tölustöfum eða 17 nöfnum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir Ágústa það vera algengan misskilning að mannanafnanefnd vilji hafna sem flestum tillögum að nýjum nöfnum. Þvert á móti vilji hún samþykkja sem flest. Nú nýlega voru samþykkt nöfn á borð við Christa, Krumma og Gill en eiginnafnið Íshak hlaut ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Ágústa segir að lög um mannanöfn sem sett voru árið 1991 afar ströng, en að reglurnar séu þó rýmri núna.