„Mamma, ætlum við að búa hér?“

Mynd: Sigurður Bergþórsson / Sigurður Bergþórsson

„Mamma, ætlum við að búa hér?“

16.10.2017 - 11:25

Höfundar

„Alltaf þegar ég vaknaði á morgnana og dró gardínurnar frá herbergisglugganum þá sá ég bara fjöllin þannig að ég dró aftur fyrir og fór að gráta. Ég sagði mömmu að ég vildi fara aftur heim, að ég vildi ekki búa hérna.“ Svona lýsir Carla Sofia fyrstu dögum sínum á Tálknafirði. Hún var 19 ára, ein með ungt barn og foreldrar hennar komnir til Íslands þannig að mamma hennar sótti hana til Portúgal.

Fólk frá öllum heimshornum hefur markað spor í Tálknafjörð. Á síðari hluta tuttugustu aldar komu þangað hópar af fólki alls staðar að til þess að vinna í fiski. Einkum frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Afríku, Nýja Sjálandi, Ástralíu og Póllandi en líka ungt fólk að sunnan sem hafðist við í verbúðunum. Það hafa ýmsir menningarstraumar leikið um þorpið og hlutfall innflytjenda hefur lengi verið með því hæsta á landsvísu, um 20%. 

Í þessum þriðja og síðasta þætti um lífið á Tálknafirði er rætt við innflytjendur og fjallað um alþjóðleg tengsl Tálknafjarðar sem eru mikil og teygja sig langt aftur í aldir.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Þessi þorp eru ekkert að fara að drepast“

Menningarefni

„Fjörðurinn heldur bara einhvern veginn“