Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Malasía ekki ruslakista fyrir ríkar þjóðir

28.05.2019 - 09:05
epa07607025 Plastic waste is seen inside a cargo container before it is sent back to the country of origin in Port Klang, Selangor, Malaysia, 28 May 2019. Malaysia will ship 450 metric tons of contaminated plastic waste back to the countries of origin said Yeo Bee Yin today on 28 May. The waste came from Australia, US, Canada, Saudi Arabia, Japan, China, Spain and Bangladesh.  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
Gámur með plastúrgangi í höfninni í Port Klang í Malasíu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Malasíu hafa ákveðið að senda til baka þúsundir tonna af úrgangsplasti sem smyglað hefur verið til landsins. Yeo Bee Yin, umhverfisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.

Yeo sagði að Malasía ætti ekki að vera ruslakista fyrir ríkar þjóðir. Á undanförnum árum hefðu gámar af úrgangsplasti hefðu verið sendir ólöglegum endurvinnslustöðvum í Malasíu. Þeir hefðu komið frá ýmsum löndum, þar á meðal Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada, en þeir yrðu nú sendir til baka. 

Yeo segir að síðan Kínverjar bönnuðu allan innflutning á úrgangsplasti í fyrra hafi Malasía fengið yfir sig holskeflu af rusli. Á undanförnum tveimur árum hafi um 1.000 gámar af úrgangsplasti verið sendir til Malasíu frá Bretlandi.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV