Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Mál og menning í þrot

18.02.2011 - 07:43
Mynd með færslu
 Mynd:
Eigendur Bókabúðar Máls og menningar að Laugavegi 18 hafa farið fram á gjaldþrotaskipti á félaginu. Að sögn vefmiðilsins Eyjunnar var starfsmönnum tilkynnt þetta í gærkvöld. Verslunin verður ekki opnuð í dag. Að sögn Eyjunnar hafa birgjar komið í hana síðustu daga og vikur og sótt þangað vörur sínar, og borið því við að hafa ekki fengið greitt fyrir selda vöru og að ekki væri svarað í síma þegar reynt væri að spyrjast fyrir um greiðslu.