Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Makrílkvóti aukinn

29.06.2019 - 08:45
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn, samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra. Morgunblaðið greinir frá þessu. Er þetta einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda, þar sem þau hafa ekki átt aðild að samningum um skiptingu makrílkvótans í Norður-Atlantshafi þótt makríll sé farinn að ganga inn í íslenska lögsögu í miklum mæli.

Samkvæmt reglugerðinni er miðað við að íslensk skip veiði 16.5 prósent af áætluðum heildarafla strandríkjanna í stað sama hlutfalls af heildarkvóta, eins og tíðkast hefur hingað til, en heildaraflinn hefur að jafnaði reynst umtalsvert meiri en kvótinn.

Heildarkvótinn í ár hljóðar upp á 770.000 tonn en reiknað er með að heildaraflinn verði um 80.000 tonum yfir ráðgjöf vísindamanna, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Fyrstu íslensku skipin eru þegar farin til makrílveiða.