Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Maður lést við veiðar á Húnaflóa

26.04.2016 - 12:10
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Sjómaður á sextugsaldri lést í gær þegar hann féll útbyrðis við grásleppuveiðar á Húnaflóa. Hann var búsettur á Hólmavík.

Tveir menn voru á bátnum og hafði hinn skipverjinn samband við Neyðarlínuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við bátinn og sigu læknir og stýrimaður um borð. Þar var maðurinn útskurðaður látinn.

Ekki er vitað um tildrög slyssins.  Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar málið ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa.  

 

 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður