Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Macron segir að NATO sé að verða heiladautt

07.11.2019 - 20:35
epa07973842 French President Emmanuel Macron speaks during the inauguration of Centre Pompidou x West Bund Museum in Shanghai, China, 05 November 2019.  EPA-EFE/HECTOR RETAMAL / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Atlandshafsbandalagið sé að verða heiladautt. Þetta sagði hann í viðtali við tímaritið Economist í dag. Yfirvöld í Rússlandi eru ánægð með ummæli Macrons en Kanslari Þýskalands er á öðru máli.

Macron segist harma skort á samráði milli Evrópu og Bandaríkjanna. Evrópa geti ekki lengur treyst á Bandaríkin til þess að vernda aðildarríki Nató. Þá telur hann að Evrópa sé á barmi hengiflugs og stjórnvöld í ríkjum álfunnar verði að vakna og gera sínar eigin áætlanir.

epa07979024 German Chancellor Angela Merkel (L) and Secretary General of North Atlantic Treaty Organization (NATO) Jens Stoltenberg shake hands after a joint press conference at the chancellery in Berlin, Germany, 07 November 2019. Secretary General Stoltenberg is on an official four-day visit to the German capital, he is expected to meet with the German government officials as Foreign Minister Heiko Maas, Defense Minister Annegret Kramp-Karrenbauer. In addition he will participate in commemorations for the 30th anniversary of the fall of the Berlin Wall.  EPA-EFE/OMER MESSINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Angela Merkel og Jens Stoltenberg virðast sammála um orð Macrons.

Orð í tíma töluð segja sumir

Yfirvöld í Rússlandi hafa hrósað Macron fyrir ummæli sín og segja þau gullin. Angela Merkel, Kanslari Þýskalands, sem hefur hingað til verið fremur samstíga forsetanum, er hins vegar ekki sammála. „Forseti Frakklands lét þung orð fala. Þetta er ekki mín afstaða til NATO-samstarfsins og að mínu mati eru þessi stóru orð óþörf þó að við kunnum að eiga við vandamál að stríða og þrátt fyrir að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu,“ segir Merkel. 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, tekur undir með Merkel: „Samstarf Bandaríkjanna, Norður-Ameríku og Evrópu er meira en það hefur verið í marga áratugi. Bandaríkin auka nærveru sína í Evrópu, fjölga hermönnum og æfingum og auka innviðafjárfestingar.“