Lýstu yfir stuðningi við Pedro Sanchez

07.01.2020 - 13:55
Erlent · Spánn · Evrópa · Stjórnmál
epaselect epa08109951 Spanish acting Prime Minister, Pedro Sanchez, at the start of the second investiture voting at the Lower House in Madrid, Spain, 07 January 2020. The Spanish Parliament holds the second investiture voting at Parliament in which acting Prime Minister Pedro Sanchez is expected to win by a tight majority.  EPA-EFE/Juan Carlos Hidalgo
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Naumur meirihluti á spænska þinginu lýsti í dag yfir stuðningi við að Pedro Sanchez verði áfram forsætisráðherra landsins. Hann hefur gegnt embættinu til bráðabirgða í hátt í eitt ár. Sanchez fékk atkvæði 167 þingmanna. 165 voru á móti. Átján aðskilnaðarsinnaðir katalónskir og baskneskir þingmenn sátu hjá.

Pedro Sanchez áformar að mynda minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og Podemos, sem er enn vinstrisinnaðari. Slík stjórn hefur ekki verið við völd á Spáni frá því að lýðræði var endurreist eftir dauða Franciscos Francos einræðisherra árið 1975.