Lýst eftir Artur Jarmoszko, 26 ára

09.03.2017 - 19:26
Mynd með færslu
Artur Jarmoszko.  Mynd: RÚV - LRH
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Artur Jarmoszko. Hann er 26 ára, pólskur en hefur búið á Íslandi um allnokkurt skeið. Arturs hefur verið saknað frá því á miðvikudag í síðustu viku – 1. mars. Talið er að Artur sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta strigaskó. Hann er grannvaxinn, 186 sentímetra hár, með græn augu og stutt, dökkt hár. Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti á miðvikudag í síðustu viku.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum frá lögreglu. 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV