Lýður Árnason, læknir og fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúi leiðir lista Lýðræðisvaktarinnar í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum í vor.
Listi efstu frambjóðenda Lýðræðisvaktarinnar í Suðvesturkjördæmi er eftirfarandi:
1. Lýður Árnason Læknir og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi
2. Ástrós Signýjardóttir Stjórnmálafræðingur og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi
3. Friðrik Hansen Guðmundsson Verkfræðingur
4. Guðrún Guðlaugsdóttir Blaðamaður og rithöfundur