Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Lýður leiðir lista Lýðræðisvaktarinnar

Mynd með færslu
 Mynd:
Lýður Árnason, læknir og fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúi leiðir lista Lýðræðisvaktarinnar í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum í vor.

Listi efstu frambjóðenda Lýðræðisvaktarinnar í Suðvesturkjördæmi er eftirfarandi:

1. Lýður Árnason                                             Læknir og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

2. Ástrós Signýjardóttir                         Stjórnmálafræðingur og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

3. Friðrik Hansen Guðmundsson              Verkfræðingur     

4. Guðrún Guðlaugsdóttir                           Blaðamaður og rithöfundur

5. Árni Stefán Árnason                                 Dýraréttarlögfræðingur

6. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir                  Viðskiptafræðingur