Lundinn kominn til Grímseyjar

01.04.2019 - 13:42
Mynd með færslu
 Mynd: Richard Bartz - Wikimedia Commons
Vorboðarnir flykkjast til landsins og nú er lundinn kominn en til hans sást í Grímsey um helgina.

Samkvæmt tilkynningu frá Akureyrarbæ sá Svafar Gylfason, íbúi í Grímsey til lundans á grásleppuveiðum um helgina. Svafar hefur skráð komu lundans undanfarin 19 ár og segir að þeir séu viku fyrr á ferðinni en þeir hafi verið. 

Yfirleitt koma kynþroska fuglar fyrstir en í byrjun maí ættu nánast allir lundarnir að vera komnir „heim“. Fljótlega fara fuglarnir að undirbúa hreiðurholur og er það yfirleitt karlfuglinn sem grefur holuna og notar þá bæði gogg og fætur við að moka.