London: Dregið úr ferðum jarðlesta

19.03.2020 - 08:54
epa08265109 A passenger wears a surgical face mask as they use the Underground transport system in London, Britain, 02 March 2020. Britain's Prime Minister Boris Johnson held  an emergency Cobra meeting to finalise the government's battle plan to tackle the spread of coronavirus.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Takmarka á ferðir jarðlesta í Lundúnum til að reyna að hægja á útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Áformað er að loka tímabundið allt að fjörutíu jarðlestarstöðvum.

 Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir að fólk eigi að halda kyrru fyrir nema nauðsyn beri til, en brýnt sé að tryggja að þeir sem verði að sinna störfum við þær óvenjulegu aðstæður séu í samfélaginu komist á milli staða.

+Breska fréttastofan Sky hefur eftir heimildarmönnum að stjórnvöld séu að íhuga að loka flestum búðum og fyrirtækjum í Lundúnum, nema matvöru- og lyfjaverslunum. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti til þess í byrjun vikunnar að fólk færi ekki á veitingastaði og samkomuhús vegna kórónaveirufaraldursins. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi