Lokatölur úr Norðausturkjördæmi

26.06.2016 - 07:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lokatölur hafa borist frá fimm kjördæmum, nú síðast úr Norðausturkjördæmi á áttunda tímanum. Þar var rúmlega 76 prósenta kjörsókn. Þar var Guðni með 45,1% atkvæða, Halla Tómasdóttir með 31%, Davíð Oddsson með 11,2%, Andri Snær með 8,9%, og Sturla Jónsson með 2,5 prósent. Fylgi annarra frambjóðenda var undir einu prósenti.

Fylgi Guðna yfir landið allt er samkvæmt nýjustu tölum rétt tæp 39%, Halla fær 28,2%, Andri Snær 14,2%, Davíð Oddson 13,7% og Sturla Jónsson 3,5%. Ekkert hinna nær einu prósenti atkvæða.

Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi eru eftir.

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi