Lokatölur komnar úr fjórum kjördæmum

26.06.2016 - 07:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lokatölur bárust frá Reykjavíkurkjördæmi suður rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun. Þar var rúmlega 74% kjörsókn. Þar var Guðni með 38,5%, Halla Tómasdóttir með 23,5%, Andri Snær með 19,1%, Davíð Oddsson með 13,6% og Sturla Jónsson með tæp 3,7%. Fylgi annarra frambjóðenda var undir einu prósenti.

Guðni Th. Jóhannesson hefur fengið 38,76% atkvæða þegar lokatölur hafa verið birtar úr fjórum kjördæmum og ríflega 164 þúsund atkvæði hafa verið talin. Á kjörskrá voru 245.004. Halla Tómasdóttir er næst Guðna með 28,5 prósent atkvæða, Andri Snær Magnason með 14,2%, Davíð Oddssson, með 13,6% , og Sturla Jónsson með rúm 3,6%. Aðrir frambjóðendur fengu innan við eitt prósent í fylgi. 

Lokatölur bárust einnig úr suðvesturkjördæmi á sjötta tímanum. Þar hlaut Guðni Th. Jóhannesson 39,9% atkvæða, Halla Tómasdóttir 28,9%, Davíð Oddsson með 13,9%, Andri Snær Magnason með 12,9% og Sturla Jónsson með 3,3%. Aðrir frambjóðendur fengu innan við eitt prósent fylgi í suðvesturkjördæmi. Þar var kjörsókn hátt í 77%. 

Reykjavíkurkjördæmi Norður var fyrst til að birta lokatölur, þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fjögur. Guðni Th. Jóhannesson er þar með 36 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir með 22 prósent, Andri Snær Magnason með tæp 24 prósent, Davíð Oddsson með tæp þrettán prósent og Sturla Jónsson með þrjú komma fjögur prósent. Kjörsókn í kjördæminu var 75,1 prósent. 

Enn eiga lokatölur eftir að skila sér í Norðaustur og Norðvesturkjördæmi.

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi