Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Lokað um Köldukinn fram yfir helgi

05.06.2013 - 09:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Vegurinn um Köldukinn verður lokaður fram yfir helgi vegna aurskriðu við Ystafell. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fært er milli Akureyrar og Húsavíkur um Fljótsheiði og Aðaldal. Nokkrar skriður hafa fallið við Ystafell undanfarna daga, sú stærsta féll í fyrrinótt.