Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lokað frá Vík að Hvolsvelli og vetrarfærð víðast hvar

07.03.2020 - 07:40
Innlent · færð · Veður
Mynd með færslu
Vegalokun í febrúar 2019. Mynd úr safni. Mynd:
Þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs. Afar hvasst er á þessum slóðum, austanstormur og él, og skafrenningur. Vindhraði í hviðum er allt að og jafnvel yfir 35 metrar á sekúndu þar sem verst lætur. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs og verður fram á kvöld.

Þæfingsfærð er á Hellisheiði, snjóþekja á Sandskeiði og hálkublettir í Þrengslum. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja á Þröskuldum en lokað um Kollafjarðar- og Þorskafjarðar- og Dynjandisheiði, og líka Strandaveg norðan Bjarnarfjarðar. Hált er á Þverárfjalli og hálka eða hálkublettir á þjóðvegi 1 allt frá Miðfirði til Víkur - þar sem vegurinn er lokaður. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV