Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Loka fimm af sjö hótelum sínum

18.03.2020 - 07:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Fimm af sjö hótelum CenterHótela verður lokað vegna gríðarlegra afbókana næstu daga. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Kristófer Oliversson, forstjóri fyrirtækisins, segir að starfsfólk hafi verið fært úr gestamóttöku og yfir í sérstaka bókunardeild til að taka við afbókunum því starfsmenn hafi ekki haft undan við að taka á móti þeim. „Þetta er að deyja út næstu vikurnar,” sagði Kristófer.

Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela segir Hótel Apóteki hafa verið lokað tímabundið vegna afbókana. Til skoðunar er að sameina rekstur fleiri KEA-hótela tímabundið. Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir við Morgunblaðið að ákvörðun um lokun hótela verði tekin í dag.

Fleiri hótelrekendur skoða stöðuna og bíða eftir frekari aðgerðum stjórnvalda til að milda höggið af COVID-19 heimsfaraldrinum.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV