Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Lögreglustjórinn og Stones, Ace og Guns

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Lögreglustjórinn og Stones, Ace og Guns

27.04.2018 - 15:21

Höfundar

Gestur Füzz í kvöld er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum

Ólafur hefur haft í nógu að snúast undanfarið og þurft að svara spurningum fréttamanna varðandi fangann sem strauk af Sogni á dögunum og tók sér far með flugvél til útlanda. Við ætlum lítð að ræða það mál við lögrelgustjórann í kvöld en tala þeim mun meira um músík, en Ólafur er mikill tónlistaráhugamaður og mun meiri en flestir gera sér grein fyrir. Stór hluti af frítíma hans fer í að fara á tónleika hér og þar um heiminn. Ólafur hefur til að mynda farið sex sinnum á Glastonbury-hátíðina á Englandi. Uppáhalds hljómsveitin hans síðan hann var ungur maður er Rolling Stones og það upplýsist hér að uppáhalds ROKKplatan hans er með Rolling Stones. Hann spilar tvö lög af henni í þættinum í kvöld.

A+B þáttarins er með Guns´n Roses – Estranged/The Garden frá 1994.

Plata þáttarins er sólóplata Ace Frehley úr Kiss sem kom út árið 1978. Casablanca útgáfan gaf út sólóplötur með öllum fjórum liðsmönnum Kiss á sama tíma, 18. September 1978. Plöturnar mynda einskonar heild, umslögin eru öll eins og listilega gerð, en á hverri þeirra er portrettmynd af þeim Kiss-manni sem á viðkomandi plötu. Plata gítarleikarans Ace sem á einmitt afmæli í dag (67 ára) fékk bestu dómana og hefur selst best af þessum plötum. Eitt lag af þessari plötu varð dálítið vinsælt, lag sem heitir New York Groove og Russ Ballard samdi og kom fyrst út með breskri glam-rokk hljómsveit sem hét Hello árið 1975. Það vakti athygli með Hello og svo aftur þegar Ace gaf það út 1978. Við heyrum amk. 3 lög af sólóplötu Ace Frehley í Füzz

Óskalagasíminn verður opnaður uppúr klukkan 8 - 5687-123

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.

https://itunes.apple.com/is/podcast/f%C3%BCzz/id1203703374?mt=2

Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað...

Tengdar fréttir

Tónlist

Aerosmith - Freddie og Matti Matt!

Tónlist

Metallica - Napster - Bítlarnir og Haraldur V.

Tónlist

Addi Gísla - Pixies og Stóns

Tónlist

Elvis - Erna Hrönn - Damon og djammið