Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Lögreglumenn samþykkja kjarasamning

19.11.2015 - 13:53
Mynd með færslu
Myndin er úr safni. Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Félagar í Landssambandi lögreglumanna hafa samþykkt kjarasamning félagsins við ríkið. Þetta kemur fram í færslu á samskiptamiðlinum Twitter. Kosningu um samninginn lauk í hádeginu í gær.

Samninganefnd Landssambands lögreglumanna undirritaði kjarasamninginn 25. október og fór hann þá til félagsmanna til staðfestingar. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð yfir frá 10.nóvember. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV