Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lögreglan leitar að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur

24.12.2019 - 16:51
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Suðurlandi
Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um ferðir Rimu Grunskyté Feliksasdóttur um að setja sig í samband við lögreglu. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um klukkan 19:00 síðastliðin föstudag.

Björgunarsveitir hafa leitað hennar án árangurs. Leitað var meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn að Skaftárósum í dag. Einnig var leitað við Dyrhólaey. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina, segir í tilkynningu frá lögreglunni. 

Leit hefur svo verið hætt í dag. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að framhaldið verði metið út frá veðurspá næstu daga.