Lögregla rannsakar lát ungs manns

Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns um helgina tengist neyslu fentanýls, sem er sterkt lyfseðilsskylt verkjalyf. Maðurinn lést á heimili sínu.

Hann hafið verið á veitingastað í borginni um helgina með félaga sínum, sem missti þar meðvitund, og er líka kannað hvort það tengist neyslu á sama lyfi. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi