Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Lögregla lokar heimagistingu

29.03.2016 - 11:42
Mynd með færslu
 Mynd: Natalie Ortiz - ouishare
Lögreglan á Suðurnesjum lokaði nýlega heimagistingu í umdæmi sínu þar sem hvorki rekstrar- né starfsleyfi voru til staðar. Segir í tilkynningu lögreglu að á næstunni eigi að heimsækja fleiri staði þar sem heimagisting er auglýst á vef Airbnb og athuga hvort tilskilin leyfi séu til staðar eða hvort lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald séu brotin. Samkvæmt korti á vef Airbnb eru 135 staðir skráðir á Suðurnesjum.
Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV