Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Lögregla kölluð út vegna þrastar

Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan fjarlægði óvelkominn gest úr húsi í Fossvogi í nótt. Gesturinn hafði fest sig í skorsteini hússins.

Lögregla var kölluð út í hús í Fossvoginum í nótt til að aðstoða húsráðanda við að koma skógarþresti út úr skorsteini hússins. Húsráðandi var uppiskroppa með ráð, búinn að leita til nágranna en ekkert gekk. Þrösturinn hafði flögrað niður í skorsteininn og sat sem fastast. Í tilkynningu lögreglu segir að fuglinn hafi ekki virst ætla að yfirgefa hin nýju heimkynni sín og heldur ekki ætlað lengra inn í íbúðina. Allt fór þó vel að lokum og lögreglu tókst að losa fuglinn úr prísundinni.