Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Lögregla hefur fundið hinn manninn

10.03.2016 - 11:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rannsókn á brunanum á Grettisgötu 87 á mánudagskvöld gengur vel að sögn lögreglunnar. Lögreglan hefur náð tali af manni sem leitað var að í tengslum við málið.

Karlmaður á fertugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær í tengslum við rannsóknina. Myndir úr eftirlitsmyndavélum sýndu tvo menn fara frá húsinu skömmu fyrir brunann og er sá í gæsluvarðhaldinu annar þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er hún búin að ná tali af hinum og verður rætt betur við hann síðar. 

Sýni sem tæknideild lögreglunnar tók á vettvangi hafa verið send til rannsóknar, en ekki er búist við eitthvað skýrist varðandi orsök brunans fyrr en eftir einhverja daga

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV