Lögregla fer í innlit á veitingastaði í samkomubanni

24.03.2020 - 13:28
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Hert samkomubann tók gildi á miðnætti. Þóra Jónasdóttir, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögregla muni hafa eftirlit með veitingastöðum. Mikið hafi hægst á þjóðfélaginu undanfarið, það sást á umferðinni í morgun. 

Hert samkomubann tók gildi á miðnætti og miðast við að ekki megi fleiri en tuttugu koma saman. Öll starfsemi sem krefst nándar innan tveggja metra er bönnuð. Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að það hafi hægst mikið á þjóðfélaginu frá því í síðustu viku og það aukist líklega næstu daga. „Maður fann það í morgun á leiðinni í vinnu að það hefur hægst enn þá meira á umferðinni og eflaust eftir nokkra daga sjáum við örugglega frekari fækkun,“ segir Þóra Jónasdóttir. Í mars dróst umferð á höfuðborgarsvæðinu saman um tíu prósent. 

Um helgina var mikil fjölgun á hávaðaútköllum í heimahús. Við öll mannamót þarf að tryggja að fjarlægð milli fólks sé tveir metrar eða meira. Þóra býst ekki við því að þurfa að skerast í leikinn í heimahúsum næstu helgi virði íbúar ekki reglurnar. „Þetta voru ekki fjöldasamkomur heldur bara fólk hækkaði aðeins í tónlistinni. Við ætlum það að fólk virði þetta samkomubann og það það sé þjóðfélagsamstaða að virða þetta á meðan þessi tími er,“ segir Þóra.

Lögregla fór í eftirlitsferðir á veitingastaði um helgina. „Ég geri ráð fyrir því að við lítum eftir þessu en miðað við síðustu heimsókn þá voru allir samstíga að virða þetta og við munum hafa auga með þessu áfram en ég ætla það að fólk virði þetta“

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi