Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lögregla dreifði mannfjölda með táragasi

21.09.2019 - 14:18
epaselect epa07858700 French riot Police secure a street near the Champs Elysees during the the 'Gilets Jaunes' (Yellow Vests) movement 'Act 45' demonstration (the 45th consecutive national protest on a Saturday) in Paris, France, 21 September 2019. The so-called 'gilets jaunes' (yellow vests) is a grassroots protest movement with supporters from a wide span of the political spectrum, that originally started with protest across the country in late 2018 against high fuel prices.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögreglan í París beitti í dag táragasi til að dreifa mannfjölda í borginni. Rúmlega hundrað mótmælendur voru handteknir á mótmælum gulvestunga. 7.500 lögreglumenn voru á vakt og mikill viðbúnaðar vegna ótta við að gulvestungar og æsingamenn úr þeirra röðum hleyptu upp loftslagsmótmælum sem líka voru boðuð í borginni.

Fyrir tíu mánuðum reis alda mótmæla vegna fyrirhugaðra álagna á eldsneyti, frá þeim var horfið en mótmæli gulvestunga hafa síðan beinst almennt að stjórn Emmanúels Macrons forseta; hefur oftar en ekki komið til eignaspjalla og átaka við lögreglu.