Lögregla afhendi skýrslu um mótmælin

19.10.2014 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglunni ber að afhenda skýrslu um skipulag við mótmæli 2008 til 2011. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafði synjað um aðgang að skýrslunni.

Skýrslan ber heitið „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“ og er 270 blaðsíður. Mbl.is greindi frá því í morgun að afhenda bæri skýrsluna.

Eva Hauksdóttir óskaði fyrst eftir skýrslunni 15. september 2012. Þeirri ósk var synjað. Eva leitaði til úrskurðarnefndarinnar, sem staðfesti synjunina en taldi rétt að veita aðgang að umfjöllun um Evu í skýrslunni og kafla sem fjallaði um gagnrýni á lögreglu og fjölmiðlaumfjöllun. Eva kvartaði til umboðsmanns Alþingis og sendi málið svo aftur til úrskurðarnefndarinnar. Lögregla þarf nú að afhenda skýrsluna, samkvæmt úrskurði nefndarinnar, en þó þannig að upplýsingar um lögreglumenn og annað fólk séu afmáðar.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi