Lognið á undan storminum Nicole

17.10.2016 - 09:56
Mynd með færslu
Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar því ekki beint. Mynd: RÚV
Veðurstofa gerir ráð fyrir að leifar af fellibylnum Nicole komi yfir landið á miðvikudag. Spáð er sunnan stormi með rigningu, hvassast vestanlands en búast má við varasömum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir að stormurinn standi yfir í meira en sólarhring og ekki fari að draga úr vindi fyrr en síðdegis á fimmtudag.

Í pistli frá Veðurstofu segir að fellibylurinn Nicole hafi verið á hægri
siglingu djúpt úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna. Hún hafi lamið á Bermúda-eyjum á fimmtudag síðastliðinn en þá hafi bylurinn verið í þriðja styrkleikaflokki, af fimm. Þegar leifar Nicole skella á landið verður dregið vel úr henni og ekki lengur um að ræða fellibyl heldur venjulega stormlægð.

Veðurstofa greinir einnig frá því að lítið sé að gerast í veðrinu í dag  og á morgun. Veðurspáin er spáin stutt og laggóð, austlæg átt í dag, víða 3-8 metrar á sekúndu. Vestlægari á morgun með dálítilli vætu í
flestum landshlutum, hiti 5 til 10 stig.

Gunnar Sigurðarson
Fréttastofa RÚV