Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Logi leiðir lista Samfylkingar í NA-kjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir annað sæti. Þetta var ákveðið á kjördæmisfundi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í dag. Þriðja sæti listans skipar María Hjálmarsdóttir og Bjartur Aðalbjörnsson það fjórða.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV