Skopmynd af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, er á síðu tvö í nýjustu útgáfu Lögreglumannsins, tímariti Landssambands lögreglumanna, sem kom út nýverið. Efst á myndinni má lesa textann: „Nokkur atriði sem lögreglumenn hafa í huga við yfirheyrslu á manneskju sem segir ekki satt og rétt frá!"