Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Loftrýmisgæsla við Ísland hefst á nýjan leik

Mynd með færslu
Orrustuflugvél ítalska flughersins sem sinnti loftrýmisgæslu við Ísland. Mynd: Giovanni Colla
Atlantshafsbandalagið hefur á næstu dögum aftur loftrýmisgæslu við Ísland er flugsveit bandaríska flughersins kemur til landsins. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu.

Að auki munu starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi taka þátt í loftrýmisgæslunni.

Hingað koma fimm F16 orrustuþotur bandaríska flughersins en flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Aðflugsæfingar verða á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli 29. til 31. júlí samkvæmt vef Landhelgisgæslunnar.

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár, í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að því ljúki fyrir lok ágúst. Fyrir því standa Landhelgisgæslan í samvinnu við Isavia.