Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt

26.12.2019 - 20:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Rigning í flestum landshlutum á gamlárskvöld og vindasamt, þó þurrt að mestu á Norðausturlandi. Svifryk og mökkur ætti því ekki að vera til vandræða. Loftið nær að hreinsa sig á nýársnótt.

Sunnanáttir sækja í sig veðrið á gamlársdag með hlýindum og talsverðri rigningu, segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Þá blási nokkuð ákveðið úr suðri. Vindur nær því væntanlega að feykja burt svifryki að mestu, ef spáin gengur upp, segir hann. Svona horfi veðurspáin við núna. 

Með vætu og rigningu í flestum landshlutum verði kannski ekki frábært flugeldaveður, en þó ekkert sem ætti að stoppa fólk í því að sprengja þá upp. Gert er ráð fyrir að hiti verði yfir frostmarki, eða um tvær til sex gráður.