Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Lóan er komin

19.03.2012 - 18:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Lóan er komin, og það með alfyrsta móti en heimildir eru um að sést hafi til hennar 20. mars árin 1998 og 2005.

Það var Erling Þór Pálsson, hafnsögumaður, sem sá vorboðann ljúfa á vappi við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit í dag, eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns.

Var lóan ein á ferð en bar sig vel þrátt fyrir leiðindaveður.