Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Litlar efndir í umhverfismálum í Bretlandi

11.05.2015 - 15:08
Mynd: zhuda / shutterstock
Hvaða þýðingu hafa kosningaúrslitin í Bretlandi á umhverfismálin þar í landi og á heimsvísu? Um það snýst umhverfispistill Stefáns Gíslasonar í dag.

Umræðan um stöðu umhverfismála í Bretlandi hefur verið í gangi lengi og hefur einkennst af því hversu illa fráfarandi stjórn hefur gengið að standa við kosningaloforð sín um framfarir í umhverfismálum. Bresk stjórnvöld hafa varið þrjú hundruð sinnum meira fé til stuðnings við vinnslu og nýtingu jarðefnaeldsneytis erlendis en til þróunar sjálfbærra orkugjafa.
Þessu til viðbótar dró ríkisstjórnin mjög úr aðgerðum til að bæta orkunýtingu.

Þannig að þó loforðin séu stór þá gefur reynslan tilefni til að ætla að efndirnar verði smærri.

Pistil Stefáns má heyra í Samfélaginu

leifurh's picture
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður