Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lítil hætta á refsiaðgerðum vegna makríls

15.09.2019 - 16:36
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons/Ramon FVelasqu
Grænlenska blaðið Sermitsiaq hefur eftir Søren Gade, varaformanni fiskveiðinefndar ESB, að lítil hætta sé á að Evrópusambandið grípi til refsiaðgerða gegn Grænlandi og Íslandi vegna makrílveiða. Í viðtali við blaðið segir Søren Gade að á fundi nefndarinnar hafi enginn hótað refsiaðgerðum og skorað hafi verið á Grænlendinga og Íslendinga að taka þátt í makrílviðræðum með Evrópusambandinu, Noregi og Færeyjum.

Søren Gade segir að góður andi hafi verið á fundinum. Formaður fiskveiðinefndarinnar Chris Davies segist vonast til þess að makríldeilunni ljúki.