Lítil breyting á fylgi flokkanna

03.04.2011 - 17:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríflega þriðjungur kjósenda segjast myndu styðja Sjálfstæðisflokkinn, væri kosið í dag. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallups. Örlítið dregur úr stuðningi við ríkisstjórnina.

Gallup spurði rösklega 4.900 manns á landinu öllu um stuðning við flokka og ríkisstjórn. 35,8 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn sem er nánast sama fylgi og í febrúar, en tólf prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Samfylkingin er með 22,4 prósenta fylgi, var með 30 prósent þegar kosið var. Vinsti Græn eru með 16,9 prósenta fylgi, voru með 22 prósent atkvæða í kosningum og Framsókn er með 13,6 prósenta fylgi, nánast það sama og í febrúar en aðeins minna en þegar kosið var. Fylgi Hreyfingarinnar mælist 4,9 prósent og hefur verið á því róli að undanförnu.


Stuðningur við ríkisstjórnina dalar um tvö prósentustig milli mánaða. Hún nýtur stuðnings 35 prósent kjósenda samkvæmt könnun Gallups. Það að er nánast sami fjöldi og styður Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi