
Lítið sést á Strokki eftir „bleikt gos“
Visir.is greindi fyrst frá myndbandinu í morgun. Þar sagði Marco að þetta væri listrænn gjörningur og að með þessu væri hann að gera landslag að einhvers konar málverki.
Mbl.is ræddi enn frekar við Marco í dag. Hann sagðist vera landslagsmálari sem noti þó ekki striga heldur máli beint á náttúruna.
The Rauður Thermal Project, 2015
Posted by Marco Evaristti on 24. apríl 2015
Marco hefur birt ófáar myndir af þessum gjörningi á Facebook-síðu sinni sem hann kallar „Pink State“. Hann virðist hafa gert eitthvað svipað þessu í Noregi, Sahara, Mont Blanc og á Grænlandi.
PINK STATE – Greenland, Mont Blanc, Sahara, Norway - now Iceland –Pink State has materialised again!The 5th Pink...
Posted by Marco Evaristti on 24. apríl 2015
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er málið í ferli og er reiknað með að rætt verði við Marco einhvern tímann um helgina.
Lögreglumenn hafa skoðað Strokk og sú rannsókn leiddi ljós að lítið sem ekkert sést á hverinum. Uppátæki Marco er þó að öllum líkindum einhvers konar brot á náttúruverndalögum og verður málið því í rannsókn um helgina.
Maro hefur áður vakið nokkra athygli fyrir list sína. Fyrir 11 árum málaði hann til að mynda borgarísjaka við Grænland í bleikum lit. Þá vakti það talsverða athygli þegar Marco fékk leyfi hjá Gene Hathorn, fanga á dauðadeild í Texas, til að nýta lík hans í listaverk.