Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Listamaður sýknaður af meiðyrðum

Mynd með færslu
 Mynd:

Listamaður sýknaður af meiðyrðum

20.12.2013 - 15:10
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag myndlistarmanninn Kristin E. Hrafnsson í meiðyrðamáli sem Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður höfðaði gegn honum. Kristinn sagði í grein í Morgunblaðinu að Ásmundur væri þekktastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna.

Þau ummæli féllu í ritdeilu sem hann stóð í um ráðningu rektors við Listaháskóla Íslands. Ummælin sneru einkum að sýningu Ásmundar í Nýlistasafninu sem nefndist „Fallegasta bók í heimi". Þar hafði Ásmundur að mati Kristins eyðilagt verk Eggerts Péturssonar, sem sjálfur hefði lýst listaverkinu sem níðingsverki. Það hafi hann gert með því að smyrja bókina Flora Islandica með matvælum. Dómari sýknaði Kristin af stefnu Ásmundar með þeim orðum að honum væri fullheimilt að láta afstöðu sína í ljós.

[email protected]

Tengdar fréttir

Menningarefni

Sakaður um mikil níðingsverk

Dóms- og lögreglumál

Stefnir myndlistamanni fyrir meiðyrði