Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

LÍN var óheimilt að breyta reglum

30.08.2013 - 14:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna var óheimilt að breyta úthlutunarreglum sjóðsins með þeim hætti sem gert var í sumar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn um stefnu námsmannahreyfinga klukkan tvö í dag. Hluta stefnunnar var vísað frá dómi.

Lögmaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna sagði fréttastofu, rétt eftir að dómur var kveðinn upp, að sjóðurinn myndi að öllum líkindum áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar.

„Þetta er fullnaðarsigur fyrir stúdenta,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, þegar niðurstaðan lá fyrir.