Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lífstíðarfangelsi fyrir spillingu

08.05.2018 - 10:00
Erlent · Asía
epa06718283 (FILE) - Back then Communist Party chief of Jilin Province, Sun Zhengcai attends a delegation meeting at the Great Hall of the People on the second day of the 18th CPC (Communist Party Congress) in Beijing, China 09 November 2012 (reissued 08
Sun Zhengcai. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sun Zhengcai, sem eitt sinn var nefndur sem hugsanlegur arftaki Xi Jinping, forseta Kína, var í morgun  dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mútuþægni. Honum  er gefið að sök að hafa þegið jafnvirði 2,7 milljarða króna í mútur.

Sun, sem er 54 ára, var um tíma æðsti maður kínverska Kommúnistaflokksins í borginni Chongqing og sat í framkvæmdastjórn flokksins. Sun tók við sem æðsti maður flokksins í Chongqing árið 2012 af Bo Xilai, sem árið 2013 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir spillingu. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV