Birgitta segist sjálf enn vera á bleiku skýi eftir tónleikana sem hljómsveitin hennar, Írafár, hélt í Eldborgarsal Hörpu þann 2. júní. Tónleikarnir slógu rækilega í gegn en hljómsveitin hafði ekki komið saman í tólf ár.
Birgitta er fædd og uppalin á Húsavík en þar bjó hún þangað til að hún flutti til Reykjavíkur 18 ára gömul. Árið 1998 tók hún þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Framhaldsskólans á Laugum en sló að eigin sögn ekkert sérstaklega í gegn.