Í Konsert er boðið upp á tónleikaupptökur frá ýmsm tímum, allstaðar að úr heiminum. Sumt eru upptökur Rásar 2, mikið kemur frá vinum okkar í útlöndum, frá systrastöðvum Rásar 2 í Evrópu, frá DR, SR, BBC, Hollenska útvarpinu og þýska útvarpinu og svo framvegis. Sumt kemur af útgefnum tónleikaplötum.
Rás 2 tók upp talsvert af lifandi tónlist á árinu og við heyrum eitthvað af því eins og útgáfutónleika Svavars Knúts, heyrum af Bræðslunni, AFÉS, Blúshátíð í Reykjavík, Tónaflóði á Menningarnótt ofl.
Svo heyrum við Coldplay í Amsterdam, Pet Shop Boys í Stokkhólmi frá SR, Axel Flóvent og Koninuum frá Hollenska útvarpinu 3FM, heyrum í Bubba sem fagnaði 60 ára afmæli sínu á árinu, bæði á 5 ára afmæli Rásar 2 og svo á Þorláksmessu fyrir næstum 20 árum á Hótel Borg. VIð heyrum í Radiohead á Glastonbury, David Bowie ofl.
Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]