Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Lies Are More Flexible

Mynd: Rás 2 / Rás 2

Lies Are More Flexible

20.02.2018 - 10:00

Höfundar

Lies are more flexible er tíunda breiðskífa GusGus, 8 laga breiðskífa, gefin út af Gus Gus um allan heim en Record Records á Íslandi. Útgáfudagur er 23. febrúar 2018.

Nýja platan verður eingöngu aðgengileg á tónlistarveitum fyrst um sinn en hún verður gefin út á geisladisk og vínyl í mars.

Miklar mannabreytingar hafa orðið á GusGus í gegnum árin en nýjustu breytingarnar eru þær að í dag er GusGus tveggja manna sveit skipuð Birgi Þórarinssyni og Daníel Ágústi Haraldssyni.

GusGus verður á tónleikaferðalagi um Evrópu í apríl og maí en sveitin kemur fram á Sónar Reykjavík helgina 16. - 17. mars

Lies are more flexible er plata vikunnar á Rás 2.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Leður

Popptónlist

Starbright

Popptónlist

Midnight Champion