Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Líbería: Weah og Bokai í síðari umferð

15.10.2017 - 21:22
epa06153232 Soccer legend, Senator George Weah,  Presidential Candidate of the Coalition for Democratic (CDC) speaking to supporters during a rally for the official launch of Weah's campaign at the party headquarters in Monrovia, Liberia, 19 August
George Weah hlaut flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Líberíu og virðist hafa sigrað andstæðing sinn örugglega í þeirri síðari.  Mynd: EPA
Þegar hátt í 96 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Líberíu hafa verið talin liggur ljóst fyrir að landsmenn kjósa í síðari umferðinni um George Weah, öldungadeilarþingmann og fyrrverandi knattspyrnukappa, og Joseph Bokai varaforseta. Kjörstjórn landsins greindi frá þessu í dag. Weah hafði fengið 39 prósent atkvæðanna og Bokai 29,1 prósent.

Líklegt þykir að George Weah taki við forsetaembættinu af Ellen Johnson Sirleaf, sem hefur gegnt því síðastliðin tólf ár. Weah er þjóðhetja í Líberíu eftir farsælan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann lék meðal annars með AC Milan, Manchester City og Chelsea.

Síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu fer fram í næsta mánuði.