Leynd yfir umsækjendum

02.12.2011 - 14:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórn Bankasýslu ríkisins veitir hvorki upplýsingar um hverjir né hve margir sóttu um starf forstjóra stofnunarinnar. Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir stefnt að því að upplýsa um umsækjendur í næstu viku.

Aðspurð um ástæður þess að ekkert er gefið upp um umsækjendur sagði Guðrún að verið væri að fara yfir málið. Umsagnarfrestur rann út síðast liðinn sunnudag. Einu upplýsingarnar sem fengust um umsóknir voru þær að umsóknir hefðu borist um starfið.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi