Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Lestrarstund fyrir 40.000 grunnskólabörn

Ævar Þór Benediktsson í Víðsjárviðtali.
 Mynd: Dagur Gunnarsson

Lestrarstund fyrir 40.000 grunnskólabörn

04.04.2018 - 11:25

Höfundar

Fimmtudagsmorguninn 5. apríl hlusta grunnskólabörn um land allt á nýja smásögu eftir Ævar Þór Benediktsson. Sagan er gjöf til barnanna frá Íslandsdeild IBBY í tilefni af Alþjóðlega barnabókadeginum og verður flutt í þætti Sigurlaugar Jónasdóttur á Rás 1 klukkan rúmlega níu.

Sagan heitir Pissupása. Ævar Þór skrifaði hana fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í tilefni af degi barnabókarinnar 2. apríl, sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Þar sem daginn bar í ár upp á annan í páskum er sögustundin á fimmtudagsmorgni 5. apríl.

Hlustið á söguna hér

Pissupása fjallar um samskipti, fyrirframákveðnar hugmyndir og hvernig þær geta breyst þegar við kynnumst fólki segir Ævar Þór. „Sagan er um það að við eigum að stoppa stundum, hlusta aðeins og vera tilbúin til að sætta okkur við að stundum neyðumst við til að læra eitthvað nýtt. Og það er bara gott.“

Kennsluefni tengt sögunni er aðgengilegt á vefnum 123skoli endurgjaldslaust

Ævar Þór Benediktsson hefur samið ellefu barnabækur sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga auk þess sem hann hefur hlotið Eddu-verðlaunin fyrir þættina um Ævar vísindamann.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

20 milljónir í lestur og menningu í kringum HM

Bókmenntir

Íslenskir rithöfundar á faraldsfæti

Bókmenntir

Ævar Þór á meðal bestu barnabókahöfunda Evrópu

Bókmenntir

Vísindamaður og bókaormur