Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Lestrarfærni er nauðsyn

09.12.2013 - 19:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Þeir sem eru illa læsir eiga erfitt uppdráttar í upplýsingasamfélagi framtíðarinnar

Góð lestarfærni er bráðnauðsynleg í upplýsingasamfélaginu. Án hennar er hætta á að til verði eins konar ný stéttaskipting milli þeirra sem geta tekið þátt í lýðræðislegu upplýsingasamfélagi og þeirra sem geta það ekki. Þetta er skoðun doktors Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings og sérfræðings í rafrænni stjórnsýslu. Niðurstöður Písa könnunarinnar sem birtust fyrir skömmu leiddu í ljós að um þrjátíu prósent drengja geta vart lesið sér til gagns við lok grunnskóla. D. Haukur Arnþórsson bendir á að í framtíðinni læri æ færri undir eitt ævistarf, heldur mun fólk skipta um starf oft á ævinni. Þetta geri lestrar og tjáningarfærni nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. En það er ekki aðeins á Íslandi að PISA könnun OECD vekur geðshræringu. Bretar koma ekki vel út og það veldur naflaskoðun í menntamálum.Sigrún Davíðsdóttir rekur umræðurnar í Bretlandi og hvernig þær endurspegla íslenskar aðstæður í Spegli dagsins.