Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Lést vegna táragass

02.01.2011 - 09:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Palestínsk kona lést á sjúkrahúsi í Ramallah í gær eftir að hún andaði að sér táragasi ísrelska hersins. Konan var í stórum hópi Palestínumanna sem kom saman til að mótmæla aðskilnaðarmúr Ísraela á Vesturbakkanum.

Hermenn beittu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Að sögn lækna þjáðist konan af astma og átti erfitt með andardrátt eftir að hún andaði gasinu að sér. Hún var flutt á sjúkrahús og lést nokkrum klukkustundum síðar. Bróðir hennar lést fyrir tveimur árum eftir að ísraelskur hermaður skaut hann í bringuna með táragashylki. Talsmaður palestínsku heimastjórnarinnar segir Ísraelsmenn hafa gerst seka um stríðsglæpi með því að ráðast gegn friðsömum mótmælendum.