Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Lentu í vandræðum á leiðinni til Kambódíu

Mynd: Daði Freyr og Árný Fjóla / Daði Freyr Pétursson

Lentu í vandræðum á leiðinni til Kambódíu

27.12.2017 - 11:09

Höfundar

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eru loksins komin til Kambódíu eftir langt og strangt ferðalag.

Daði Freyr kom fyrst fram á sjónarsviðið í Söngvakeppninni í ár þar sem hann sló í gegn og lenti í öðru sæti á eftir Svölu. Hann hyggst dvelja með Árný kærustu sinni í þessu framandi landi næsta hálfa árið og leyfa áhorfendum á RÚV.is að fylgjast með ferðalaginu og dvölinni næstu vikurnar. 

Í þessum fyrsta vefþætti má sjá parið fljúga frá Keflavík til Búdapest í Ungverjalandi og þaðan til Doha í Katar. Frá Doha til Yangon í Myanmar, en Daði og Árný lentu í vandræðum í millilendingu vegna vísa áritunar. Þegar vandræðin voru leyst var förinni svo heitið til Bangkok, höfuðborgar Tælands og að lokum komust þau á áfangastað í smábænum Kampot í Kambódíu. 

Eins og áður segir verður Kampot heimili þeirra næsta hálfa árið en um er að ræða tæplega 40 þúsund manna bæ, þar sem lögregluyfirvöld hafa sætt gagnrýni fyrir spillingu og glæpatíðni er tiltölulega há. Svæðið er aftur á móti fallegt og áhorfendur munu fá að kynnast Kambódíu náið á næstu vikum með Daða Frey og Árnýju Fjólu á RÚV.is og á Facebook síðu RÚV

Tengdar fréttir

Menningarefni

Daði og Árný með vefþætti frá Kambódíu

Tónlist

Daði Freyr í nýjum íslenskum tölvuleik

Tónlist

„Svo hló RÚV bara þegar ég vildi fá Pál Óskar“

Tónlist

Daði slær í gegn með nýrri útgáfu af Paper