20 metra breið aurskriða féll yfir þjóðveg 1 í Berufirði á Austfjörðum á áttunda tímanum í kvöld. Vörubíll lenti í skriðunni en ekki er talið að ökumaður hans hafi slasast alvarlega. Vegurinn er lokaður í báðar áttir. Skriðan féll norðan megin í Berufirði milli bæjanna Núps og Streitis.